Lesbók15.12.03 — Kaktuz

Á Íslandi eru í gildi lög sem banna áfengisauglýsingar.

Sumir fullyrđa ađ slíkt bann sé brot á málfrelsi landsmanna, en ađrir ađ banniđ sé nauđsynlegt til ađ verja börn fyrir ţeim hörmungum sem fylgja ofdrykkju.

Innflytjendur áfengra drykkja hafa í gegnum tíđina reynt ađ fara í kringum lög ţessi međ ýmsum hćtti. Ţar hafa menn međal annars auglýst vörumerki sín undir ţví yfirskyni ađ veriđ sé ađ kynna svokallađan léttbjór eđa pilsner. Einnig hafa fyrirtćkin brugđiđ á ţađ ráđ ađ múta skemmtikröftum til ađ hafa sínar vörur í hávegum og reyna ţannig ađ hafa áhrif á óharđnađa áhorfendur ţeirra.

Nýjasta ađferđin er ađ borga fyrir "umfjöllun" um áfengi í dagblöđum og tímaritum - og er nú svo komiđ ađ varla finnst sá blađsnepill á landinu sem ekki inniheldur auglýsingar fyrir vín. Svo virđist sem slíkar kynningar falli utan ramma laganna og hefur saksóknurum landsins lítt orđiđ ágengt í ađ eltast viđ ţá sem fara á ţennan hátt í kringum lagabókstafinn.

Vissulega má segja ađ lögin séu gölluđ og taki ekki međ fullnćgandi hćtti á auglýsingabanninu, en eftir lestur ţeirra getur engum vafist hugur um tilgang ţeirra: Ţađ er bannađ ađ auglýsa áfengi á Íslandi - punktur.

Ţeir sem fara međ markvissum hćtti í kringum ţessi lög breyta rangt. Ţađ er siđlaust af öllum ţeim ađilum sem ađ ţessum málum koma; auglýsendum, auglýsingastofum, ritstjórn og eigendum fjölmiđla ađ stunda slíka glćpastarfsemi í trássi viđ kláran vilja Alţingis Íslendinga.

Ţeir ćttu allir ađ skammast sín.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182