Lesbók07.12.04 — Enter

Ég má til ađ hripa hér niđur nokkur orđ um nýtt borđspil sem ég var svo stálheppinn ađ prófa nú fyrir skemmstu. Nefnilega Popppunktsspil herr doktor Gunna - og sá ég ekki eftir ţeim tíma sem í ţá góđu og upplífgandi skemmtun.

Skemmst er frá ţví ađ segja ađ loksins er komiđ á markađ spil sem reynir á gáfur og getspeki umfram helbert glópalán og teningalukku. Spiliđ er einfalt og auđlćrt og laust viđ óţarfa prjál. Ţađ byggir á ţví einfaldlega ađ vita sem mest um tónlist - og ţarf varla ađ taka ţađ fram ađ ég sótburstađi leikinn, enda furđulega poppfróđur - sé miđađ viđ heiftarlega óbeit mína á dćgurtónlist.

Spurningarnar eru allt í senn; skemmtilegar, hćfilega ţungar og fróđlegar - auk ţess sem feykinóg virđist af ţeim. Átti ég sjálfur í litlum erfiđleikum međ ţćr spurningar sem ađ mér var beint, en ţađ sýnir vel ţann ágćta međalveg sem dr. Gunni ratar í spurnarskrifum ađ nokkrir mótspilarar mínir stóđu á hinn bóginn gersamlega á gati - og hlýt ég enn og aftur ađ fagna ţví ađ hér sé komiđ spil sem hyglir fróđleiksbrunnum en refsar fáfróđum.

Allir ţeir flokkar spurninga sem voru í sjónvarpsţáttunum skila sér í leikinn og er ţađ vel - sé undanskilinn flokkurinn ţar sem keppanda er gert ađ spreyta sig, sem mér ţótti raunar oft flćkjast fyrir í sjónvarpinu - og reyndist enn hjákátlegri hér, en ţađ er máske vegna algers hćfileikaskorts međspilara minna - og sennilega verđ ég ađ spila viđ strákana í Mezzoforte áđur en ég get dćmt ţennan liđ ađ fullum verđleikum. Ađ öđru leyti er gangur leiksins líkur ţví sem mađur ţekkir úr sjónvarpinu - og helst ađ mađur sakni gljábónađra skalla ţeirra ţáttastjórnendanna glađbeittu, Gunna og Felix.

Fjórar gegnheilar stjörnur af fimm mögulegum fćr ţetta góđa spil - og dreg ég einungis frá vegna bágborins prófarkalesturs auk ţess sem ég verđ ađ taka međ í reikninginn ađ spiliđ getur veriđ skeinuhćtt litlum vinnustöđum og hópum, sem sést best á ţví ađ félagar mínir á ritstjórn hafa ekki yrt á mig síđan ég valtađi yfir ţá í Popppunkti međ algerum yfirburđum.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182